Nemendafélag Fjölbrautaskóla Suðurnesja | Logo
Nemendafélag Fjölbrautaskóla Suðurnesjsa

Góðgerðavika

Góðgerðarvika NFS var haldin vikuna 8-13.október. Góðgerðarmálefnið sem varð fyrir valinu í þetta skipti var forvarnaverkefnið Blátt Áfram. Blátt Áfram snýr að forvörnum gegn ofbeldi á börnum. Með forvörnum er átt við fræðslu til fullorðinna, fjölskyldna og samfélagsins alls. Í fræðslunni er hvatning til að taka nauðsynleg skref til að vernda börn áður en þau verða fyrir ofbeldi. Blátt Áfram býður uppá stuðning, upplýsingar og faglega ráðgjöf til að vernda börn og gera umhverfi okkar öruggara. Gerður var sérstakur styrktarreikningur fyrir málefnið þar sem nemendur gátu lagt inn ef þeir vildu. Einnig voru seldir happdrættismiðar alla daga vikunar inn í miðasölu og allur ágróði sölu þeirra rann inná styrktarreikninginn. Á mánudeginum var Blátt Áfram með stutta kynningu á forvarnaverkefni þeirra inná sal skólans í nestistímanum. Á þriðjudeginum var góðgerðarnefndin með Krispy Kreme kleinuhringi til sölu og allur peningur sölunnar rann í sjóðinn. Á miðvikudeginum var svo góðgerðarspinning fyrir þá sem vildu taka þátt í því. Spinning tíminn var haldinn í sporthúsinu og kostaði 1000kr. Allur ágróðinn rann beinustu leið í styrktarsjóðinn. Á fimmtudeginum sló góðgerðarnefnd til Góðgerðarkvölds. Þar var dregið úr happadrættinu og voru veglegir vinningar í boði eins og t.d gjafabréf í Bláa Lónið og Blush.is. Guðný María mætti með stuð og læti og tók nokkur af sínum bestu lögum fyrir nemendur sem tóku undir og klöppuðu með. Djúpa laugin var að sjálfsögðu á sínum stað, Perla Sóley söng og nýneminn Alexander Grypos spilaði á gítar og söng nokkur lög. Einnig var boðið upp á ókeypis pítsu fyrir alla. Á föstudeginum var að sjálfsögðu bleikur dagur til að sýna stuðning á bleikum október. Í fundartímanum kl 10:25 hófust svo prufur fyrir Gettu Betur sem lauk kl 12:05. Vikan heppnaðist ótrúlega vel og söfnuðust nánast 100 þúsund krónur fyrir Blátt Áfram! Góðgerðarnefndin vill þakka öllum nemendum sem komu að góðgerðarvikunni og öllum sem að styrktu málefnið með einum eða öðrum hætti.

Skráðu þig inn til þess að taka þátt í umræðuni!